Um hótelið

Hótel Norðurljós á Raufarhöfn er nyrsta hótel landsins og er í eigu tveggja fjölskyldna.

Raufarhöfn er nyrst allra kauptúna á Íslandi og hvergi verður sumar- nóttin bjartari né vetrardagurinn myrkari. Heimskautsbaugur er rétt við ströndina og fyrir ofan þorpið er heimskautsgerði í byggingu. Umhverfi Raufarhafnar býður upp á marga möguleika til útiveru. Melrakkasléttan ein og sér er heilt ævintýri fyrir náttúru unnendur. Stutt er í helstu perlur Vatnajökulsþjóðgarðs svo sem Dettifoss, Hljóðakletta og Ásbyrgi.

Hér er hægt að njóta kyrrðar og ró á afskekktum stað og kynnast raunverulegu íslensku sjávarþorpi.

Húsið var byggt á árunum 1957-8, sem verbúð (síldarbraggi), til að hýsa síldarstúlkur, sem komu til að salta á Óðinsplani. Þegar best lét bjuggu í húsinu allt að 200 manns. Síldin hvarf upp úr 1967 og þar með síldarstúlkurnar, sem blunda enn í minningu heimamanna. Árið 1974 var Hótel Norðurljós opnað í sama húsi. Hótelið er staðsett við hafnarbakkann, þaðan sést yfir alla höfnina og yfir á Höfðann, þar sem er fjöl-skrúðugt fuglalíf. Á sumrin er iðandi fuglalíf á höfninni, í Höfðanum og á engjunum vestan við hótelið.

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á hótelinu, þar eru 18 tveggja manna herbergi þar af eru 15 þeirra með sér baðherbergi, góð setustofa, veitingasalur fyrir 80-90 manns og bar. Veitingasalurinn snýr að höfninni, framan við hann er pallur sem nær yfir hafnarbakkann, þar sem gestir geta setið úti við á góðviðrisdögum notið þeirrar fegurðar er auganu mætir. Á veitingarstaðnum er lögð áhersla á mat úr héraði og þar er auðvitað fiskur í sérstöðu. Einnig bjóðum við lambakjöt beint frá býli.

Hótel Norðurljós notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur