Heim
Heim
Á hótel Norðurljósum eru 15 tveggja manna herbergi. Þar er fínn veitingastaður sem framreiðir bæði kjöt og fiskrétti. Hótelið er staðsett við hafnarbakkann, þaðan sést yfir alla höfnina og yfir á Höfðann, þar sem er fjöl-skrúðugt fuglalíf. Útsýnið er einstakt. Á sumrin er iðandi fuglalíf á höfninni, í Höfðanum og á engjunum vestan við hótelið. Á góðum degi hafa verið greindar yfir tuttugu fuglategundir út um glugga á hótelinu og nær sextíu tegundir innanbæjar á Raufarhöfn.
Upplýsingar
Upplýsingar
<strong>Hótel Norðurljós</strong> Á hótel Norðurljósum eru 15 tveggja manna herbergi. Hótel Norðurljós hefur verið hluti af sögu Raufarhafnar síðstliðin 40 ár. Það var byggt á árunum 1957-8, sem verbúð (síldarbraggi), til að hýsa síldarstelpur, sem komu til að salta á Óðinsplani. Þegar best lét bjuggu í húsinu allt að 200 manns. Síldin hvarf upp úr 1967 og þar með síldarstelpurnar, sem blunda enn í minningu heimamanna. Árið 1974 var Hótel Norðurljós opnað í sama húsi, fyrst rekið sem sumarhótel, en sl. 10 ár hefur það verið opið allt árið um kring. Hótelið er staðsett við hafnarbakkann, þaðan sést yfir alla höfnina og yfir á Höfðann, þar sem er fjöl-skrúðugt fuglalíf.  Á sumrin er iðandi fuglalíf á höfninni, í Höfðanum og á engjunum vestan við hótelið. Á góðum degi hafa verið greindar yfir tuttugu fuglategundir út um glugga á hótelinu og nær sextíu tegundir innanbæjar á Raufarhöfn. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á hótelinu, Þar eru 15 tveggja manna herbergi með böðum, góð setustofa, veitingasalur fyrir 80-90 manns og bar. Veitingasalurinn snýr að höfninni, framan við hann er pallur sem nær yfir hafnarbakkann, þar sem gestir geta setið úti við á góðviðrisdögum notið þeirrar fegurðar er auganu mætir. Á veitingarstaðnum er lögð áhersla á mat úr héraði og þar er auðvitað fiskur í sérstöðu. Einnig bjóðum við lambakjöt beint frá býli.  Umhverfi Raufarhafnar býður upp á marga möguleika til útiveru. Melrakkasléttan ein og sér er heilt ævintýri fyrir þá sem unna fallegri náttúru. Strandlengjan er vogskorin, þar sem skiptist á stórgrýtt annnes og sendnar víkur, sjávarlón og tjarnir. Þar er ekki þverfótað fyrir reka. Inni á Sléttunni eru nokkrir tugir vatna, sem flest eru iðandi af fiski. Fuglalíf er eitthvað það fjölskrúðugasta sem gerist á Íslandi. Gróður er mikill.
Myndir
Myndir
<p style="text-align: center;"><strong>Hótel Norðurljós</strong></p> [ngg_images source="galleries" container_ids="1" display_type="photocrati-nextgen_basic_thumbnails" override_thumbnail_settings="1" thumbnail_width="225" thumbnail_height="150" thumbnail_crop="1" images_per_page="20" number_of_columns="0" ajax_pagination="0" show_all_in_lightbox="0" use_imagebrowser_effect="0" show_slideshow_link="0" slideshow_link_text="[Show slideshow]" order_by="sortorder" order_direction="ASC" returns="included" maximum_entity_count="500"] <span style="color: #ffffff;">-</span> <span style="color: #ffffff;">-</span> <p style="text-align: center;"><strong>Umhverfi</strong></p> [ngg_images source="galleries" container_ids="2" display_type="photocrati-nextgen_basic_thumbnails" override_thumbnail_settings="1" thumbnail_width="225" thumbnail_height="150" thumbnail_crop="1" images_per_page="20" number_of_columns="0" ajax_pagination="0" show_all_in_lightbox="0" use_imagebrowser_effect="0" show_slideshow_link="0" slideshow_link_text="[Show slideshow]" order_by="sortorder" order_direction="ASC" returns="included" maximum_entity_count="500"]

Hótel Norðurljós

Á hótel Norðurljósum eru 15 tveggja manna herbergi. Þar er fínn veitingastaður sem framreiðir bæði kjöt og fiskrétti. Hótelið er staðsett við hafnarbakkann, þaðan sést yfir alla höfnina og yfir á Höfðann, þar sem er fjöl-skrúðugt fuglalíf. Útsýnið er einstakt. Á sumrin er iðandi fuglalíf á höfninni, í Höfðanum og á engjunum vestan við hótelið. Á góðum degi hafa verið greindar yfir tuttugu fuglategundir út um glugga á hótelinu og nær sextíu tegundir innanbæjar á Raufarhöfn.